Hægt er að panta staka tíma til að fræðast um bætta heilsu og heilsueflingu og fá ráð til að bæta eigin heilsu.
Verð fyrir stakan tíma er 10.000 krónur. Tíminn er 60 mínútur.
Fræðslupakki
Einnig er í boði fræðslupakki sem felur í sér ráðgjöf, áætlun og eftirfylgni að aukinni hreyfingu og bættum lífstíl. Markmiðið með einstaklingsráðgjöfinni er að viðkomandi nái að bæta heilsu sína með breyttum lífsvenjum. Breyting á hegðun tekur langan tíma og því er leitast við að ná árangri til lengri tíma ekki með einhverjum skyndilausnum.
Til þess að bæta heilsuna og festa hreyfingu inn í daglega rútínu þarf oft hegðunarbreytingu. Það tekur tíma að breyta hegðun og til þess að breytingin geti orðið varanleg bjóðum við upp á fræðslupakka með reglulegu stöðumati, viðtölum og eftirfylgni í 20 vikur.
Fræðslupakkinn felur í sér stöðumat, regluleg viðtöl, áætlun um hreyfingu sem hentar hverjum og einum og stuðning til að koma hreyfingu að sem föstum lið í amstri dagsins.