Íþrótta- og heilsuskólinn býður upp á hópefli fyrir allar gerðir hópa til dæmis vinnustaði, litla og stóra vinahópa, fjölskyldur sem og fólk sem þekkist ekki neitt. Hópeflið er sérsniðið að þörfum hvers hóps fyrir sig. Við mætum á staðinn þar sem þinn hópur vill hittast. Hópeflið fer fram innandyra eða útivið eftir því sem hentar. Við höfum mikla reynslu af hinum ýmsu leikjum, þrautum og samvinnuverkefnum sem þinn hópur gæti fengið að spreyta sig á.