Fjölskyldunámskeið Íþróttaskólans er fyrst og fremst hugsuð sem skemmtileg og heilsusamleg samverustund fyrir alla fjölskylduna. Mikil áhersla er lögð á að foreldrar og börn taki bæði virkan þátt í tímunum. Dagskráin er fjölbreytt og fjörug. Farið verður í hina ýmsu leiki bæði úti og inni auk þess sem þátttakendur munu spreyta sig á æfingum og þrautum sem henta bæði börnum og fullorðnum. Að auki verður boðið upp á hópefli til þess að fjölskyldurnar sem taka þátt kynnist innbyrðis.
Námskeiðin eru sérstaklega hugsuð fyrir börn á aldrinum 5 - 15 ára og foreldra þeirra. Yngri og eldri systkini eru þó velkomin með í tímana.
Námskeiðin eru sérstaklega hugsuð fyrir börn á aldrinum 5 - 15 ára og foreldra þeirra. Yngri og eldri systkini eru þó velkomin með í tímana.